Fréttir og tilkynningar

 • BRÚÐUHEIMUM Í BORGARNESI LOKAÐ

  Okkur þykir leitt að tilkynna um lokun Brúðuheima í Borgarnesi. Starfsemi okkar í Borgarnesi hefur verið hætt og munu leiksýningar okkar framvegis verða sýndar í Þjóðleikhúsinu. Farandsýningar okkar verða áfram í boði og er hægt að leita upplýsinga með því að senda tölvupóst á netfangið hildur@bruduheimar.is. Við þökkum þær góðu viðtökur sem við fengum en nú er komið að kveðjustund. Aðstandendur Brúðuheima leggja nú land undir fót og munu dvelja í Kanada næstu misseri með reglulegri viðkomu á Íslandi.

 • Aukasýning á Pönnukökunni hennar Grýlu og Piparkökumálun

  Örfáir miðar eru lausir á sýninguna um Pönnukökuna hennar Grýlu á sunnudaginn kemur og höfum við bætt við aukasýningu klukkan 16:00 - tryggið ykkur miða með því að hringja í síma 530 5000. Skemmtileg nýbreytni á aðventunni: Okkar góðu gestir geta keypt sér heitt súkkulaði með rjóma og piparkökur og öll börn fá að mála sínar kökur og taka með heima eða bara að borða þær á staðnum ;)

 • Vetraropnun

  1. sept. til 1. nóv. og 1. apr. til 1. júní Kl: 13:00 til 17:00 laugardaga og sunnudaga. Lokað á virkum dögum. 1. nóv. til 1. apr. Lokað nema fyrir hópapantanir.

 • PÉTUR OG ÚLFURINN 14. OG 21. ÁGÚST

  Vegna fjölda fyrirspurna ætlum við að sýna tvær sýningar af Pétri og úlfinum núna í sumar, sunnudaginn 14. og sunnudaginn 21. ágúst klukkan 14:00 - ekki missa af þessu tækifæri - hringið og pantið miða í síma 530 5000

 • Borgarnes International Puppet Festival Í mars og apríl

  28. mars til 4. apríl verður haldin alþjóðleg brúðuleikhús hátíð í Brúðuheimum í Borgarnesi sem nefnist Borgarnes International Puppet Festival eða B.I.P. Þar verða heimþekktir brúðuleiksýnendur og mun kenna ýmissra grasa. Skoðaðu nánar á vef sýningarinnar: vefur B I P.

 • Frumsýning - Gilitrutt

  Nú líður að fyrstu frumsýningunni í nýja leikhúsinu okkar í Brúðuheimum. Fyrsta frumsýningin verður sýning á nýju íslensku leikverki um hana Gilitrutt. Frumsýnt verður laugardaginn 6. nóvember og byrjað er að bóka á næstu sýningar þar á eftir. Bernd vann leikgerðina í samvinnu við Benedikt Erlingsson leikstjóra. Bernd segir að sýningin sé ástaróður hans til Íslands, hann flétti inn í sýninguna öllu því sem hann elskar mest við landið okkar, náttúruna, veðurfarið, þjóðsögurnar og gömlu hefðirnar.

 • Tilboð fyrir hópa

  Mikið af hópum hafa verið að koma til okkar í Brúðuheima til að njóta spennandi og ánægjulegrar dagstundar. Þetta hafa verið hópar af öllum stærðum og gerðum - hópar eldri borgara, félagasamtaka, starfsmannahópar, skólahópar og fleiri. Við setjum saman skemmtilegan pakka fyrir hópinn þinn, allt eftir óskum um tíma og innihald. Leitið tilboða. Sjáumst í Brúðuheimum.

 • Opnun Brúðuheima

  Brúðuheimar opnuðu fimmtudaginn 20. maí við mannfögnuð. Vigdís Finnbogadóttir opnaði miðstöðina formlega og heppnaðist opnunin að öllu leiti frábærlega.

 

© Brúðuheimar - Skúlagötu 17 - 310 Borgarnesi - Tel: 530 5000 - bruduheimar@bruduheimar.is