Safn

Leikbrúðusafn - mynd af Einar Áskell

Það er ævintýri líkast að ganga í gegnum leikbrúðusafn Brúðuheima. Þar ber að líta fjöldan allan af áhugaverðum persónum, fyrirbrigðum og forynjum. Margir góðkunningjar eru þar á ferð, eins og Pappírs Pési, Einar Áskell og Litli Ljóti Andarunginn, en einnig eru þar varhugaverðar verur eins og skógarnornirnar úr Ronju Ræningjadóttur. Fyrir börnin er stöðugt eitthvað áhugavert að sjá og uppgötva, á meðan þeir fullorðnu dvelja og dást að því ótrúlega handverki sem er undirstaða þeirra stórglæsilegu muna sem er að finna á safninu.

Safnið er að hluta til gagnvirkt og hafa ungir sem aldnir gaman af því að prófa sig í brúðuleik um stund.

 

© Brúðuheimar - Skúlagötu 17 - 310 Borgarnesi - Tel: 530 5000 - bruduheimar@bruduheimar.is