Leikhús

Brúða á sviði

Leikhús Brúðuheima býður upp á fjölbreyttar brúðuleiksýningar, bæði fyrir börn og fullorðna. Boðið er upp á barnasýningar flestar helgar og fullorðinssýningar eru í boði fyrir hópa og erlenda ferðamenn. Sýningar fyrir erlenda ferðamenn eru bæði í boði á ensku og þýsku, auk þess sem Brúðuheimar bjóða upp á sýningar án orða.

Í góðu brúðuleikhúsi gerist eitthvað sem er töfrum líkast. Til að brúðan vakni til lífsins þarf brúðuleikarinn að vera fær í sínu fagi og áhorfendurnir þurfa að “trúa” á leikarana þó þeir séu meðvitaðir um að leikararnir eru bara “brúður”. Með þessari samvinnu byrjar áhorfandinn að skynja hjartslátt leikarans og hans dýpstu tilfinningar, þrátt fyrir að leikarinn hangi í örþunnum silkiþráðum og er gerður úr trékubbum.

 


  Miðasala í síma 530 5000

 

© Brúðuheimar - Skúlagötu 17 - 310 Borgarnesi - Tel: 530 5000 - bruduheimar@bruduheimar.is