Kaffihús

Ljósmynd af Kaffibaunum

Í kaffihúsi Brúðuheima er lagt upp með að bjóða gómsætar, ljúffengar og hollar veitingar. Í öllum okkar bakstri og eldun notum við engan hvítan sykur né hvítt hveiti og við notum lífrænt hráefni eins og kostur er. En þrátt fyrir að við notum ekki hvítan sykur eða hveiti eru kökurnar okkar dísætar og ljúffengar.

Kaffihúsið í Brúðuheimum er staðsett í gríðarlega fallegum, uppgerðum, aldagömlum húsum með einstöku útsýni út Borgarfjörðinn. Aðstaða er fyrir gesti að taka út veitingarnar á góðviðrisdögum og í víkinni sem kallast Englendingavík er afskaplega skjólsælt og þar er mikil veðursæld.

Á meðan að mamma og pabbi eða amma og afi verma sér yfir ilmandi kaffibolla, geta börnin leikið sér uppi á barnaloftinu, spígsporað niðri í fjörunni eða hlupið yfir á Bjössaróló sem er einstakur leikvöllur með sérsmíðuðum leiktækjum.

 

© Brúðuheimar - Skúlagötu 17 - 310 Borgarnesi - Tel: 530 5000 - bruduheimar@bruduheimar.is